Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Covid-smit þrefaldast milli mánaða á Íslandi: „Þú vilt auðvitað ekki smita neinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Covid-smit hafa þrefaldast milli mánaða að sögn sóttvarnalæknis.

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir að covid-smitum hafi fjölgað og séu þau þrefalt fleiri milli mánaða en nú eru smitin 30 talsins. Hún hefur þó ekki áhyggjur af stöðu mála.

„Almennt mælum við með því að fólk sem er veikt og með einkenni öndunarfærasýkingar haldi sig til hlés sé heima sem mest og passi upp á hverja það umgengst. Ástæðan til að taka heimapróf, og við mælum með því, er svo að fólk viti hvort það sé covid eða eitthvað annað sem er að hrjá það,“ sagði Guðrún í viðtali við RÚV um málið.

„Þú vilt auðvitað ekki smita neinn af neinu en enn síður smita eldra fólk og viðkvæma einstaklinga af covid vegna þess að það getur haft meiri afleiðingar í för með sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -