Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir njósnað um þá sem gagnrýna viðbrögð við Covid: „Þetta mun ekki enda þar og ekki enda vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir að yfirvöld hafi nýtt sér heimsfaraldurinn til þess að „berja niður gagnrýnisraddi“ sem og hefja njósnir á þeim.

Í nýlegri færslu á Facebook vekur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, athygli á frétt Daily Mail þar sem uppljóstrað er um njósnir þeirra sem gagnrýndu viðbrögð breskra yfirvalda við heimsfaraldrinum. Segir Kristinn að þarna séu komnar fram sannanir fyrir því sem hann hefði óttast. „það að faraldurinn myndi leiða til þess að ríkisvaldið færi út fyrir ramma hins eðlilega í að berja niður gagnrýnisraddir og einnig hreinlega hefja njósnir á þeim sem héldu á lofti gagnrýnum spurningum. Nú er þetta staðfest í Bretlandi og hafa meðal annars blaðamennirnir Peter Hitchens og Toby Young orðið fyrir barðinu á þessum njósnum.“ Segir hann ennfremur að nú muni, „eins og alltaf“ ríkisvaldið sem nú sé komið á bragði, verði haldið áfram. „Nú er farið á eftir þeim sem halda uppi gagnrýni á opinberar stjórnarstefnur gagnvart Úkraínustríðinu. Þetta mun ekki enda þar – og ekki enda vel, nema menn bregðist við.“

Aukreitis segir Kristinn að það sé ekkert í lagi við þetta. „Allt í umræðunni sem ekki er á opinberlega skilgreindum meðalvegi en nú réttlæting fyrir því að grípa til aðgerða eins og persónujósna.“ Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Það eru komnar fram staðfestingar á því sem ég óttaðist, það að faraldurinn myndi leiða til þess að ríkisvaldið færi út fyrir ramma hins eðlilega í að berja niður gagnrýnisraddir og einnig hreinlega hefja njósnir á þeim sem héldu á lofti gagnrýnum spurningum. Nú er þetta staðfest í Bretlandi og hafa meðal annars blaðamennirnir Peter Htchens og Toby Young orðið fyrir barðinu á þessum njósnum. Og eins og alltaf þegar ríkisvaldið er komið á bragðið er haldið áfram. Nú er farið á eftir þeim sem halda uppi gagnrýni á opinberar stjórnarstefnur gagnvart Úkraínustríðinu. Þetta mun ekki enda þar – og ekki enda vel, nema menn bregðist við.

Ég get léttilega rakið þessa hroðalegu vegferð aftur til árásarinnar 11. september.
Það er ekkert í lagi við þetta og sérstaklega alvarlegt þegar byrjað er að réttlæta andlýðræðisleg inngrip með hugtökum eins og “upplýsingaóreiðu”. Allt í umræðunni sem ekki er á opinberlega skilgreindum meðalvegi en nú réttlæting fyrir því að grípa til aðgerða eins og persónujósna. Það er einnig uggvænlegt þegar risastór einkafyrirtæki sem skaffa vettvang að stórum hluta fyrir opinbera umræðu eru farin að vinna hönd í hönd með leyndarstofnunum ríkisins. Það er nú staðfest bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Það er einnig ömurlegt þegar “umræðustjórar” á hinum opinbera vettvangi leggja hönd á plóg með fordæmingu eða smánun við berja niður viðhorf eða umræðu sem telst ekki boðleg á Meðalveginum.
Sá vegur er nú orðin fullkomið öngstræti – ef ekki blindgata.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -