Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ókeypis matvörumarkaður á Bergþórugötu – Frísskápur Andrýmis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Bergþórugötu 20 í húsakynnum Andrýmis hefur nýverið verið komið á laggirnar svo kölluðum frísskáp eða freedge eins og þetta þekkist sem víða um heim. Þar geta allir sem vilja nálgast  matvæli á meðan birgðir endast, eða farið með matvæli í frísskápinn.

 

Frísskápurinn hefur vakið mikla lukku. Facebook
Bergþórugata 20.                                       Facebook

 

Verkefni Andrýmis snýr að því að minnka matarsóun og er frísskápurinn staðsettur fyrir framan húsið svo allir geti átt greiðan aðgang að matvælunum. Hópurinn er duglegur að auglýsa áfyllingar og láta vita hvað er til að hverju sinni. Hér má fylgjast með því hvað er til hverju sinni. Ekki er í boði að koma með kjöt, fisk, egg eða mjólkurvörur af heilbrigðis ástæðum. Ef maturinn er heimgerður ber að merkja hann og setja dagsetnningu, nafn og síma þess sem gefur auk ábendinga um ofnæmisvalda í matnum sem gefin er. Því virðist vera ákaflega vel hugsað fyrir öllu hjá þeim í þessum efnum.

 

Kamila Walijewska fyllir á frísskápinn í fyrsta sinn.                          Facebook

 

- Auglýsing -

Matvælin sem í boði eru koma frá gámadýfingum hópsins og frá fólki sem vill losa sig við matvæli sem það sér ekki fram á að neyta og vill ekki láta það fara til spillis. Gámadýfingar fela í sér að farið er í gáma verslana og fundin þar matvæli sem talin eru í góðu eða neysluhæfu ástandi.

 

Hér má sjá sýnishorn af því sem í boði hefur verið í tengslum við frísskápinn. Facebook
Bananar og spergilkál sem virðist bara vera í ágætis standi.             Facebook

 

- Auglýsing -

Eins og áður sagði er þetta verkefni þekkt um allan heim og hefur frísskápurinn við Bergþórugötu 20 verið skráður nú þegar hjá alþjóðlega frísskápa samfélaginu. Með því er Ísland komið á kort alþjóðasamfélagsins sem gefur upplýsingar um það hvar slíka þjónustu er að finna. Þetta er ekkert nema jákvætt og frábært framtak.

 

Hér má sjá að Ísland er komið á kortið.

 

Það væri vel hægt að varpa þeirri spurningu fram af hverju verslanir henda nýtanlegum mat og ágætlega útlítandi, í stað þess að leyfa viðskiptavinum sínum að kaupa matvælin á niðursettu verði, eins og reyndar hefur verið í boði, nema hvað að yfirleitt eru grænmeti og ávextir í mun verra ástandi en það sem er að finnast í ruslagámum þeirra sem er mjög skrítið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -