Nóg var um að vera hjá lögreglunni eins og svo oft áður.
Á lögreglustöð 1 var tilkynnt um líkamsárás við verslun í miðbænum; einnig var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, látinn laus að lokinni sýnatöku.
Annar ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur; laus að lokinni sýnatöku. Tíu ökumenn voru sektaðir vegna óheimilar notkunar nagladekkja.
Á lögreglustöð 2 var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað á skráningarmerkjum og skjalafals. Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni sýnatöku.
Einstaklingur handtekinn við veitingahús vegna líkamsárásar sem neitaði að gefa upp hver hann væri; var vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Á lögreglustöð 3 var einstaklingur handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna – en við nánari skoðun reyndist bifreiðin stolin. Ökumaður og tveir farþegar vistaðir í fangageymslu vegna málsins.
Tilkynnt var um einstakling í Kópavogi sem var að reyna að komast inn í bifreiðar, en viðkomandi fannst ekki.
Að lokum var það lögreglustöð 4 – ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni sýnatöku.