Laugardagur 18. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Öldrunarlæknirinn Jón um ný lyf gegn Alzheimer: „Líf­tækni­lyf­in virðast ráðast á rót vand­ans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öldrunarlæknirinn Jón Snæ­dal fór yfir fram­far­ir er hafa átt sér stað á sviði alzheimermeðferðar á líf- og heil­brigðis­vís­indaráðstefnu Há­skóla Íslands.

Alzheimer er ein af 10 al­geng­ustu dánar­or­sök­um í vest­ræn­um lönd­um; enda ekki til áhrifa­rík for­vörn, meðferð eða lækn­ing við sjúk­dómn­um illvíga.

Jón segir að í sjón­máli séu þó tvær teg­und­ir líf­tækni­lyfja; standa von­ir til að verði áhrifa­rík­ari meðferð við Alzheimer, en sú meðferð sem not­ast er við í dag.

Helstu meðferðir í dag eru lífstíls­breyt­ing­ar og lyf; lyfin hafa lít­il áhrif en seinka örlítið framþróun sjúk­dóms­ins; lyfin hafa ekki áhrif á sjúk­dóm­inn sjálf­an; ein­ung­is ein­kenni hans.

Rann­sókn­ir sýna fram á að líf­tækni­lyf­in virðast ráðast á rót vand­ans; hafi tölu­vert mikil áhrif á sjúk­dóm­inn.

Þessi nýju lyf eru gef­in í æð, og meðferðin er ekki ein­föld:

- Auglýsing -

„Niður­stöðurn­ar eru það ákveðnar að það er afar ólík­legt annað en að lyf­in verði samþykkt til notk­un­ar,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið.

Nú er beðið eft­ir samþykki Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­inn­ar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -