Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Óli kommi fékk tannpínu á Hornbjargsvita: Skip var sent með tannlækni frá Ísafirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það komst í fjölmiðla þegar Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður á Hornbjargsvita, fékk tannpínu og var sárþjáður. Þá var mönnum vandi á höndum. Vitavörðurinn, ævinlega nefndur Óli Kommi, mátti ekki yfirgefa vaktina þótt varðskip gæti sótt hann og komið honum undir læknishendur. Afráðið var að tannlæknir frá Ísafirði kæmi með skipi til Látravíkur. Þeir sem til þekkja vita að það getur verið erfitt að lenda í fjörunni undir vitanum. Þegar varðskipið kom siglandi með tannlækninn var á mörkunum að hægt væri að lenda. Það var því gert neyðarplan. Óli vitavörður varð að vera tilbúinn í fjörunni og helst með opinn munn.

Gúmmbáturinn sætti lagi og lenti í fjörunni. Tannlæknirinn stökk upp í fjöru með þau tól sem þurfti. Á örskotsstundu dró hann skemmdu tönnina úr vitaverðinum og stökk aftur um borð í gúmmbátinn sem sætti lagi hélt þegar frá landi.

Les má nánar um Hornbjargsvita og fólkið þar hér, í nýútkomnu hefti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -