Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ólöf fann leðurblöku í heimreiðinni: „Hvaða tegund ætli þetta sé?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leðurblaka fannst í heimreið hjóna uppi í Kjós í gærkvöldi. Náttúrustofnun Íslands fékk hana til rannsóknar.

Fram kemur í Facebookhópnum Skordýr og nytjadýr á Íslandi, að Ólöf Ása Skúladóttir, íbúi í Kjós, nálægt Hvalfirði, hafi fundið óvenjulegan gest í heimreiðinni hjá sér. Á planinu lá þessi líka myndarlega leðurblaka en var hún ekki með lífsmarki. Ólöf spyr á síðunni „hvaða tegund ætli þetta sé?“ en svörin sem hún fær eru mörg hver spaugileg.

Svavar nokkuð spyr „Er þetta ekki sjálfur COVID-vírusinn mættur?“ Og hlýtur lof fyrir. Þá bendir Bjarni Þór á myndband þar sem leðurblökusúpa er matreidd.

Ljósmynd: Ólöf Ása SkúladóttirLjósmynd: Ólöf Ása Skúladóttir

Ólöf Ása fór í dag með leðurblökuna til Náttúrustofnun Íslands svo hægt sé að rannsaka hana og ákvarða um tegund. Í samtali blaðamanns við sérfræðing á Náttúrustofnun Íslands, kom fram að þó að leðurblökur séu sjaldgæf sjón á Íslandi, þá slæðist hingað blökur annað veifið, „Oft koma þær með skipum sem koma til landsins, t.d. á Grundartanga en einnig fyrir austan, með skipum sem koma til Reyðarfjarðar, fyrir álverið.“ Aðspurður sagðist hann ekki geta ákvarðað um tegund leðurblökunnar enda „leðurblökutegundirnar svo margar að það þarf að senda hana erlendis til að fá þá niðurstöðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -