Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ómar varð fyrir líkamsárás vegna kynhneigðar – „Helvítis hommi, færðu þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ sagði Ómar Alejandro Waldosson, í kvöldfréttum stöðvar tvö í gær. Ómar varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle, sem er fæðingarland hans. Ómar er uppalinn á Hvolsvelli en hefur notið þess að vera í fríi í sólinni síðustu mánuði.

Árásin náðist á myndbandsupptöku og segir Ómar málinu ekki lokið.
„Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella,“ segir hann og bætir við að enginn þjálfari stöðvarinnar hafi komið honum til hjálpar. Ómar segist hafa gengið til baka og spurt mannin hvers konar framkoma  þetta væri, en átti hann ekki von á því sem gerðist næst.

Maðurinn fer þá á eftir Ómari og bæði sparkar í hann og slær til hans. Ómar segist hafa hringt á lögregluna sem kom aldrei á staðinn. „Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig.“ Með myndbandið úr öryggismyndavélinni segist Ómar ætla að sjá til þess að maðurinn fái refsingu fyrir. Málinu sé hvergi nærri lokið.
Vísir fjallaði um málið að loknum kvöldfréttum í gær.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -