Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Ömurlegt að svona sé verið að fylgjast með fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Persónuvernd telur að Tryggingastofnun beiti ólögmætum eftirlitsaðferðum með því að nota IP-tölur til að vakta staðsetningu skjólstæðinga sinna. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir aðferðirnar vera ólíðandi. Þær lýsi vantrausti í garð öryrkja.

„Það er ömurlegt að svona sé verið að fylgjast með fólki og ég set stórt spurningamerki við að þetta megi hreinlega gera,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um eftirlit Tryggingastofnunar með öryrkjum.

Aðspurð segir hún fjölda fyrirspurna hafa borist undanfarið vegna málsins. „Við höfum dálítið verið spurð álits um lögmæti þessa eftirlits. Þetta er alveg ótrúlega mikil forræðishyggja og ólíðandi vantraust í garð öryrkja. Vinnubrögðin eru úrelt og þau geta bara ekki átt við í dag. Ég fordæmi þetta enda mjög sérstakt,“ segir Þuríður Harpa og bendir á að í sumum tilvikum reynist það öryrkjum vel að dvelja hluta úr ári erlendis sökum veðurs og framfærslumöguleika.

„Mér hugnast það mjög illa að svona aðferðum sé beitt til að reyna að skera af öryrkjum, 70% þeirra sem leita til hjálparsamtaka í dag eru öryrkjar. Öryrkjar upplifa nú þegar skert frelsi og að þurfa að sæta svona eftirliti ofan á allt er óboðlegt.“

Nánar umfjöllun um málið er að finna í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -