Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Óshlíðarmálið opnað aftur: „Þeir sem hafa skoðað málið segja allir að bíllinn hafi ekki oltið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir lögreglustjórann á Vestfjörðum að taka afstöðu til nýrra gagna í hinu svokallaða Óshlíðarmáli.

Hefur því ríkissaksóknari fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum þess efnis að hætta rannsókn á andláti Kristins Hauks Jóhannessonar, í Óshlíð fyrir rúmum 50 árum.

Kristinn Haukur.

Segir ríkissaksóknari um ákvörðun sína að í ljósi upplýsinga sem komi fram í hinum nýju gögnum er varða málið telji embættið sér ekki annað fært en að fella ákvörðun lögreglustjórans úr gildi.

Því er lagt fyrir lögreglustjórann að taka afstöðu til nýju gagnanna; meta á grundvelli þeirra hvort efni séu til að fram fari frekari rannsóknir í málinu.

Mun þetta vera í annað skipti sem ríkissaksóknari gerir lögreglustjóranum á Vestfjörðum að rannsaka málið frekar.

Eins og fjallað hefur verið um þá snýst málið um andlát Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í Óshlíð árið 1973, er hann var einungis 19 ára gamall.

- Auglýsing -

Sonur Kristins og bróðir hafa barist hart fyrir því að lögreglan rannsakaði hvort andlát Kristins hafi borið að með saknæmum hætti, en Kristinn var sagður hafa látist er bíll sem hann var farþegi í valt niður í Óshlíð og endaði í flæðamálinu.

Voru tveir aðrir einstaklingar í bílnum sem sluppu báðir með minniháttar meiðsl, og er fólkið á lífi í dag.

- Auglýsing -

Lögreglan stöðvaði rannsókn málsins í október síðastliðnum eftir að hafa grafið upp líkamsleifar Kristins og fengið réttarlækni til að leggja mat sitt á áverka Kristins; taldi réttarlæknirinn ekkert benda til annars en að Kristinn hefði látist í umferðarslysi.

Þórólfur Hilbert Jóhannesson er bróðir Kristins.

Hann sagði í samtali við ruv.is að gögnin nýju er ríkissaksóknari vísi til í ákvörðun sinni vera ljósmyndir sem hann fann í sumar af bílnum í fjörunni; segir hann niðurstöðu ríkissaksóknara vera skömm í hattinn fyrir lögreglustjórann á Vestfjörðum, sem hafi haft takmarkaðan áhuga á að rannsaka málið til hlítar:

„Svona á ekki viðgangast. Þeir sem hafa skoðað þetta mál með mér segja allir að þessi bíll hafi ekki oltið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -