Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Otti ósáttur við auglýsingar Umhverfisstofnunar: „Erum alltaf til í samtalið um að gera betur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir áramót var fólk hvatt til að draga úr flugeldanotkun; til dæmis í færslum á TikTok, Facebook og á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Þessar auglýsingar fóru ekki vel í björgunarsveitirnar; kemur líka stór hluti af tekjum þeirra frá flugeldasölu, eins og kemur fram á ruv.is.

Otti Rafn Sigmarsson er formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar, og telur hann að auglýsingarnar hafi haft neikvæð áhrif á söluna:

„Já við teljum það. Salan var kannski aðeins undir pari frá því í fyrra. Það eru kannski ýmsar ástæður fyrir því og þetta er klárlega ein af þeim.“

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigrún Agústsdóttir, segir hefð ríkja fyrir því að miðla upplýsingum um áhrif flugeldanotkunar í kringum áramót; Íslendingar séu stórtækari en margar aðrar þjóðir í þessum efnum; það sé einfaldlega lögbundið hlutverk stofnunarinnar:

„Samkvæmt áætlun um loftgæði á Íslandi þá er gert ráð fyrir því að Umhverfisstofnun sé með upplýsingamiðlun og fræðslu um flugelda. Flugeldarnir eru jú orsök þess að það er farið yfir heilsuverndarmörk svifryks um það bil annað hvert ár á Íslandi. Þetta geta verið töluverð áhrif og samkvæmt upplýsingum frá læknum geta þessi áhrif varað í nokkrar vikur jafnvel.“

- Auglýsing -

Otti sýnir hlutverki Umhverfisstofnunar skilning; en hann furðar sig á aðferðum Umhverfisstofnunarinnar:

„Það er vissulega þeirra hlutverk og við höfum ekkert farið í felur með það að flugeldar mengi en við höfum líka lagt okkar af mörkum að þeir mengi minna og erum alltaf til í samtalið um að gera betur og eiga gott samtal okkar á milli. En kannski ekki alveg með svona sterkum yfirlýsingum og beinni herferð.“ Segir Otti sem hyggst taka málið upp við Umhverfisstofnun.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -