Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Óvænt hindrun við Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi: „Áin greip mig heljartökum og ég riðaði til falls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var kominn þriðjung leiðarinnar þegar áin greip mig heljartökum og ég var að grafast niður í möl og leir árbotnsins. Straumvatnið náði mér í mitti og ég riðaði til falls. Með ofurmannlegu átaki tókst mér að snúa við og halda aftur til sama lands,“ skrifar Reynir Traustason í ferðagrein sinni í nýjasta hefti Mannlífs um göngu frá Ófeigsfirði æa Ströndum að Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi. Eftir 35 kílómetra hyllti undir ferðalok á Skjaldfönn þegar Selá blasti við og var í miklum ham þar sem hún ruddist fram, mórauð og illvíg.

Við þveruðum á og héldum yfir eyrarnar. Bjartsýni um farsæl ferðalok jókst eftir því sem við nálguðumst Selá og Skjaldfönn. En þá kom babb í bátinn. Okkur varð ljóst að Selá var ekki árennileg þar sem hún byltist fram, mórauð og með ógnarkrafti.

Indriði bóndi birtist á bakkanum þegar ég var hálfnaður yfir ánna og riðaði til falls. Hann kallaði og benti mér að fara yfir á öðru vaði sem virtist vera árennilegra. Hundblautur upp í mitti lagði ég aftur á mórauða elfina. Um tíma virtist þetta ætla að ganga, en svo stóð ég fastur.

„Indriði kallaði til mín að Seláin hefði þegar drepið fjölda manns og ég gæti orðið næstur. Hann skipaði mér að snúa við og ganga svo að Laugalandi, hvert hann myndi sækja okkur, þrenninguna. Ég hlýddi og braust til sama lands. Fram undan var sú hrollvekja að ganga þriggja kílómetra leið að Laugalandi með hælsæri og draghaltan hund,“ skrifar hann.

40 mínútum síðar komum við að Laugalandi. Indriði var mættur. Hann útskýrði fyrir okkur að hitabylgjan hefði margfaldað jökulána.

Greinina er að finna hér í heild sinni í nýútkomnu Mannlífi sem dreift er í Bónus, Hagkaup og N1.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -