Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Óverðtryggðir vextir orðnir lægri en verðtryggðir voru 2008

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lánakjör Íslendinga á húsnæðislánamarkaði hafa gjörbreyst á örfáum árum. Í dag eru bestu verðtryggðu vextir undir tvö prósent.

Óverðtryggðir vextir hafa líka lækkað mjög skarpt. Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkaði til að mynda fasta óverðtryggða vexti sína um miðjan síðasta mánuð og fóru þeir þá úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent, sem þýðir um 16 prósent lækkun.
Eftir þá breytingu eru þeir vextir hagstæðustu föstu óverðtryggðu vextir sem standa íslenskum íbúðarkaupendum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breytilega óverðtryggða vexti til þeirra sjóðsfélaga sem uppfylla skilyrði til lántöku. Þeir geta fengið allt að 65 prósent af kaupverði á 4,85 prósent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyting átti sér stað í byrjun júlí.

Viðskiptabankarnir eru eftir sem áður eftirbátar lífeyrisjóðanna þegar kemur að vaxtakjörum. Bestu verðtryggðu vextir sem viðskiptabanki býður eru hjá Landsbankanum, sem lánar grunnlán á 3,25 prósent vöxtum. Hann býður líka best allra viðskiptabankanna þegar kemur að óverðtryggðum vöxtum, eða 5,58 prósent. Því munar tæplega 77 prósentum á bestu vaxtakjörum lífeyrissjóðs á verðtryggðum lánum og því besta sem viðskiptabanki getur boðið. Á óverðtryggðu kjörunum á sambærilegum lánum hjá lífeyrirssjóði annars vegar og viðskiptabanka hins vegar er mun minni munur, en samt tæp níu prósent.

Ítarleg fréttaskýringu um máli má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -