Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Páll Bergþórsson, 98 ára, flutti eldmessu: „Mestu máli skiptir að fara vel með okkar dýrmætu jörð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Allar hugsandi verur velta fyrir sér framtíðinni, hvort sem þær eru tíu ára og langar til að verða stærri, eða hundrað ára og velta fyrir sér jarðarför sinni,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í samsæti vegna 98 ára afmælis síns þar sem hann fluttui sannkallaða eldmessu. Páll er einn af virtustu fræðimanna á sviði veðurfræði. Hann hefur haldið úti veðurspám frá því hann hætti störfum fyrir rúmum 30 árum. Honum eru umhverfismálin hugleikin.
„En fyrir hugsandi mannverur skiptir það líka máli hvað gerist miklu seinna, jafnvel hvenær ísöldin byrjar eða hvenær hún hættir eftir svo sem 80 þúsund ár. Það er það síðasta sem ég hef verið að velta fyrir mér áður en ég nálgast hundrað árin“.
Páll segir að árið 2015 hafi margir farið að óttast of mikil hlýindi og eldhættu í gróðri jarðar. Á sama tíma fari þó sennilega olía, gas og kol að eyðast með tímanum, enda æskilegt að minnka notkun þeirra.

Þá þarf að virkja hóflega

„Þá þarf að virkja hóflega aðrar orkulindir eins og henta þykir vegna lofthita, svo sem sólskinið og vindana, en nýting þeirrar orku með rafvæðingu þarf að aukast þegar ísöldin fer að sýna sig. Vetni kemur þar líka mjög til greina sem ný orkulind. Upptaka þessara nýju orkulinda ætti að geta dregið úr hörku ísaldarinnar,“ sagði Páll.
Hann er með ráð til mannkyns til að komast í gegnum næstu ísöld.

„Mannfækkun verður þó sennilega mikil með því tímabili vegna fækkandi fæðinga, þó að fóstureyðingum kunni að fækka með tímanum. Þá þarf að ástunda hagsýni og sparnað, með því að auka ræktun grænmetis og ávaxta og stunda hóflegar veiðar í vötnum, ám og höfum hitabeltisins, en þar verða helstu heimkynni mannkyns á ísöldinni. Öðru lífi en mannsins þarf svo að sinna eftir mætti og aðstæðum á hverjum tíma. Brottkast matvæla og annarra nauðsynja ætti þá eins og endranær að forðast, bæði í fyrirtækjum og á heimilum“.

Páll sem nálgast það að verða 100 ára rýnir inn í framtíðina.
„Eftir þá breytilega kólnandi ísöld, allt að því í 100 þúsund ár, tekur væntanlega við hröð hlýnun og mannfjölgun, og stutt en langþráð hlýskeið jarðar líkt og það sem nú stendur yfir. En í þessum flóknu og stundum erfiðu málum þarf að verða friðsamleg sambúð mannkynsins með sem mestu jafnrétti og samvinnu einstaklinga og þjóða, ef vel á að fara. Því markmiði er hægt að fara að sinna strax í dag. Það sem meira máli skiptir nú en nokkru sinni er að fara vel með okkar dýrmætu jörð, eftir því sem vit okkar og kraftar leyfa.
Ég óska ykkur innilega allra heilla,“ sagði afmælisbarnið.
Erindi Páls var birt á Facebooksíðu hans.
May be an image of 2 manns og sitjandi fólk

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -