Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Parið á Hornströndum fundið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Parið sem kallaði eftir að­stoð á Horn­ströndum í gær­kvöldi er fundið.

Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Fólkið var komið inn í tjald.

Parsins hafði verið leitað síðan það óskaði eftir aðstoð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í morgun að talið væri að parið væri statt ein­hvers staðar í Þor­leifs­skarði, á milli Fljóta­víkur og Hlöðu­víkur, en ekki hafði náðist aftur í það og hamlaði svarta­þoka leitina tölu­vert. Þokan varð til þess að fólkið lenti í vanda og átti erfitt með að láta vita af sér.

Í samtali við RÚV segir Davíð Már nú að fólkið hafi fundist heilt á húfi, eins og áður segir, og var það ágætlega búið með nóg nesti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -