Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Prestur hefur tíu sinnum orðið uppvís að ósæmilegri hegðun: „Þjóðkirkjan stendur með þolendum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni að teymi hennar hefur metið að 10 sinnum hafi sóknarprestur sem starfar innan kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar, sem er reglugerð um einelti, kynferðislega áreitni sem og kynbundna, sem og annað ofbeldi.

Prestur þessi hefur látið af störfum og í bígerð er að veita honum skriflega áminningu.

Ekki er tekið fram um hvaða prest sé að ræða.

Vefmiðillinn Vísir segir þó að samkvæmt sínum heimildum sé umræddur prestur séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi.

Mannlíf hefur ekki fengið þetta staðfest.

Niðurstaða teymis þjóðkirkjunnar varð sú að presturinn hafi tvívegis orðið uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum; í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur manneskjum.

- Auglýsing -

Hvort um sé að ræða séra Gunnar eður ei þá hefur hann nú þegar látið af störfum við Digranes- og Hjallaprestakall.

Lesa má tilkynninguna frá þjóðkirkjunni hér, en meðal annars kemur þar fram að „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -