Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Ræddi um deilur sínar við Elon Musk: „Hægt að slökkva á símanum og fara að gera Lego með krökkunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn, sómamaðurinn og stofnandi Ueno, Haraldur Ingi Þorleifsson, var gestur í Silfri Egils í morgun.

Hann segir segir að staða hans hjá Twitter sé mjög óljós.

Haraldur sagðist eiga eftir að taka ákvörðun um hvort hann muni haldi áfram störfum sínum fyrir Twitter.

Vakti það heimsathygli er Haraldur átti í opinberum deilum við eiganda Twitter, ríkasta manns í heimi, Elon Musk, á dögunum.

Haraldur segir að rökræður hans við Elon Musk, sem fóru fram fyrir heimsbyggðinni á Twitter, hafi einfaldlega haft lítil áhrif á sig.

„Það var alveg uppákoma, en hafði voðalega lítil áhrif á mig. Það er hægt að slökkva á símanum og fara að gera Lego með krökkunum,“ sagði Haraldur.

- Auglýsing -

Eins og komið hefur fram þá hefur Haraldur starfað hjá Twitter í á annað ár; hann krafði Elon Musk svara um hvort honum hefði verið sagt upp hjá Twitter eður ei.

Elon Musk brást ókvæða við; sakaði Harald um verkleysi og dró fötlun hans inn í umræðuna, sem mæltist illa fyrir um víða veröld.

- Auglýsing -

Elon Musk hefur beðist afsökunar; gefið í skyn að Haraldur haldi áfram störfum sínum hjá Twitter.

Haraldur segir alls óljóst hvort hann sé ennþá starfsmaður Twitter eður ei.

„Ég veit ekki hvernig það endar. Það þarf að ljúka þessu einhvern veginn og ég þarf að finna út úr því hvað ég ætla að gera. Það getur allt gerst, en ég hef ekkert voðalega miklar áhyggjur,“ sagði hann.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -