Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ragnhildur hittir naglann á höfuðið – MIKILVÆG SKILABOÐ: „Er ekki umræðuefni né aðhlátursefni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnhildur Þórðardóttir heilsusérfræðingur segir ekkert kommentakerfi í boði hérlendis fyrir óumbeðið álit eða athugasemdir um lögun og útlit. Hún er með mikilvæg skilaboð til allra Íslendinga: „Líkami þinn er ekki TripAdvisor. Líkamsvirðing á við um öll form líkamans.“

Ragnhildur, eða Ragga nagli eins og hún er oftast kölluð, gerir líkamsvirðingu og neteinelti að umtalsefni í nýlegri færslu á Facebook. Þar segir hún:

„Mikið er rætt og ritað um einelti meðal barna og unglinga í athugasemdum og við fullorðna stellið ættum að leiða með góðu fordæmi og stuðla að fallegri orðræðu um náungann. Neikvæðar athugasemdir um útlit og skrokklegar umbúðir annarra eiga aldrei rétt á sér.

Hvort sem er í ræðu eða riti. Naglinn er með mjög breitt bak þegar kemur að athugasemdum um vöðva enda skilgreinir Naglinn ekki virði sitt sem manneskju útfrá skrokklegri hollningu. Samþykki og viðurkenning annarra er ekki nauðsynlegt til að Naglinn hvíli sátt í líkama sínum,“ segir Ragga og heldur áfram:

„Skoðun einnar manneskju á líkama þínum þarf ekki að verða að þínum sannleik. Því það er bara skoðun, og yfirleitt er viðkomandi að berjast við óöryggi og óánægju í eigin skinni sem þarf að fleyta út í kosmósið með neikvæðu álit á líkama þínum. Ef ákveðin líkamsbygging passar ekki inn í skemað um hvað sé ásættanleg sjón fyrir augu mannkyns, er gott ráð að draga djúpt andann, standa upp frá tölvunni og íhuga hvort það sem á að hamra á lyklaborðið séu orð sem væru látin falla andspænis manneskjunni.“

Ragnhildur segir allt of margar tegundir af líkamssmánunum í umferð á samfélagsmiðlunum. Allar gerðir hennar séu bæði lítillækkandi og niðurlægjandi sem geti á endanum reynst hættulegt. „Líkamssmánun er ljóður á ráði hvers og eins. Líkamssmánun lækkar sjálfstraustið, mölvar sjálfsmyndina og getur leitt til a kvíða og depurðar. Ekki síst eru neikvæðar athugasemdir um líkamlegt útliti mjög stór orsakaþáttur í óheilbrigðu sambandi við mat.Hræðsla við hverja kaloríu. Streita í kringum talningar á kolvetnagrömmum. Kvíði fyrir veisluhöldum. Óánægja í eigin skinni“, segir Ragnhildur og bætir við:

- Auglýsing -

„Líkamar eru ekki umræðuefni né aðhlátursefni. Setjum öðru fólki mörk og látum vita með staðfestu að við kærum okkur ekki um að líkami okkar, sé umræðuefni. Við höfum meira að bjóða heiminum en rass og maga og andlit. Við höfum of mikið að gera í lífinu til að leyfa krepptum tám og krullaðri efrivör að stýra sjálfsvirðingu okkar.“

Dæmi um mikilvæg skilaboð Ragnhildar um líkamssmánun:

  • „Ekki fallegt að vera svona mössuð“ er vöðvasmánun.
  • „Jeminn þú ert alltof grönn“ er mjónusmánun.
  • „Helv…er kjellinn að bæta á bumbuna“ er fitusmánun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -