• Orðrómur

Rannsaka árásina sem hryðjuverk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögregla rannsakar hnífstunguárás sem átti sér stað í almenningsgarði í Reading á Englandi í gærkvöldi sem hryðjuverk. Þrír létust í árásinni. Þrír til viðbótar særðust alvarlega í árásinni sem átti sér stað um klukkan 19:00 að staðartíma.

Árásarmaðurinn er 25 ára karlmaður, talinn vera frá Líbýu samkvæmt heimildum BBC.

Lögreglan í Thames Valley sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að árásin væri rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirlögreglumaðurinn John Campbell sagði árásir af þessu tagi vera afar sjaldgæfar.

- Auglýsing -

Í frétt BBC segir að Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands og Boris Johnson forsætisráðherra muni eiga fundi með lögregluyfirvöldum í dag vegna málsins.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -