Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rannsókn lokið á Blönduós-málinu: „Náði tökum á árásarmanninum er hann var að hlaða vopnið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að „rannsókn á skotárás á Blönduósi þann 21.08.2022 er lokið.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola á Blönduósi og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu, með sjö haglaskot meðferðis.“

Lögreglan segir að árásarmaðurinn „sá að gestir voru á heimilinu, fór út úr húsinu og hélt húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði alvarlega.

Árásarmaðurinn fór þá aftur inn í húsið og skaut eiginkonu húsráðanda í höfuð þar sem hún stóð í stofu og lést hún samstundis.“

Kemur fram að „rannsókn hefur leitt í ljós að húsráðandi náði tökum á árásarmanninum þar sem hann var að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Kom til mikilla átaka á milli sonarins og árásarmannsins en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasa.

Átökin enduðu á þann veg að árásarmaðurinn lét lífið.“

- Auglýsing -

Einnig segir í tilkynningunni að „réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna byssumanns inni í húsinu kl. 05.27.

Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar.

Lögregla var komin á vettvang kl. 05.53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni.“

- Auglýsing -

Þá er sagtfrá því að „rannsókn hefur ekki leitt í ljós að eitthvað eitt ákveðið atvik hafi orðið til þess að árásarmaðurinn mætti vopnaður á heimili árásarþola. Hann var einn að verki, allsgáður og hafði átt vinsamleg og virk samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tilkynnt var um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þann 27.07.2022 þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum. Árásarmaðurinn afhenti lögreglu þau skotvopn sem voru skráð á hann og leitaði aðstoðar heilbrigðiskerfis.

Rannsókn hefur leitt í ljós að hann var kominn aftur á Blönduós 12.08.2022.“

Segir lögreglan að „við rannsókn á skotárásinni kom í ljós að árásarmaðurinn hafði tvisvar sinnum verið í garði við hús árásarþola í júlí og tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn.

Rannsóknin á skotvopninu hefur leitt í ljós að haglabyssan var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota árið 2008. Þrjár haglabyssur voru enn skráðar á fyrirtækið; byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og þriðja byssan Maveric M-88 haglabyssa sem er ófundin.

Málið var afhent embætti héraðssaksóknara til ákvörðunar í dag.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra veitir ekki frekari upplýsingar um málið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -