Föstudagur 1. nóvember, 2024
2.3 C
Reykjavik

Reyna að ná sambandi við Michelle Obama með myndbandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúna Magnúsdóttir og Nick Haines gripu til nýstárlegra aðgerða við að ná sambandi við forsetafrúna fyrrverandi.

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn

„Við þurftum alveg að taka hugrekkispillu til að þora að gera þetta,“ segir Rúna Magnúsdóttir sem ásamt Nick Haines, félaga sínum í samtökunum The Change Makers, hefur póstað myndbandi þar sem þau freista þess að ná sambandi við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, til að fá hana til að skrifa inngang að bók sem þau hafa skrifað.

„Okkur leið eins og við værum að afhjúpa okkur með því að gera þetta myndband,“ segir Rúna. „En um leið vorum við að stíga út fyrir boxið. Við höfðum ekki hugmynd um hvernig við ættum að ná sambandi við Michelle en svo fórum við að hugsa um kenninguna um að við séum öll tengd, það sem kallast á ensku „Six degrees of separation“, og samkvæmt henni ætti að vera einhver sem þekkir okkur sem þekkir einhvern sem þekkir Michelle svo við ákváðum að gefa þessu séns og láta reyna á þessa kenningu.“

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn, en hafa enn ekki fengið viðbrögð frá Michelle. Rúna segist þó ekki vera búin að gefa upp vonina. „Það má alveg segja að í hvert sinn sem einhver deilir myndbandinu á samfélagsmiðlum þá opnist ný leið til að ná til hennar. Svo við sjáum bara til. Kannski svarar hún, kannski ekki.“

Spurð hvaða félagsskapur The Change Makers sé segir Rúna það vera hóp af fólki víðsvegar um heim sem hafi sameinast um það að hvetja fólk til að stíga út fyrir boxin sem samfélagið setji fólk stöðugt í. Bókin sem hún og Nick voru að skrifa fjalli einmitt um það hvernig þessi box hamli okkur sem manneskjum.
„No more Boxes hreyfingin sprettur af því að við í The Change Makers vorum beðin um að taka þátt í pallborðsumræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í mars síðastliðnum. Þar var okkar hlutverk að ræða hvað hægt væri að gera til að ná þessum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030. Þessi markmið lúta að sjálfbærni, jafnrétti kynjanna og þar fram eftir götunum. Niðurstaða okkar var sú að það sem fyrst og fremst hamlaði allri þróun væri þessi eilífa árátta okkar mannfólksins að setja okkur sjálf og alla aðra í fyrirframákveðin box, hvort sem það snýr að kyni, kynþætti, bakgrunni, trúarbrögðum eða einhverju öðru. Það er alltaf verið að troða fólki í einhver box og afleiðingin er sú að við nýtum einungis brotabrot af þeim hæfileikum, möguleikum og eiginleikum sem hver manneskja kemur með á þessa jörð. Það bara gengur ekki lengur. Þannig að við ákváðum að vekja fólk til umhugsunar um þessar hömlur sem við setjum á okkur og hvert annað og vekja fólk til vitundar um það hvað það getur gert til þess að sú breyting sem við viljum sjá í heiminum í dag geti átt sér stað,“ segir Rúna og það er ljóst að þetta málefni er henni hjartans mál.

Þú getur lagt þitt að mörkum við að hjálpa Rúnu og Nick að ná sambandi við forsetafrúna með því að kíkja á myndbandið og ekki sakar að endurpósta því á samfélagsmiðlunum. Því eins og Rúna segir; það er aldrei að vita nema athygli Michelle vakni ef nógu margir pósta því.

Þeir sem vilja fylgjast með því hvernig Rúnu og Nick gengur að ná sambandi við frúna, eða bara kynna sér hvað þau eru að gera geta svo kíkt á síðuna þeirra.

- Auglýsing -

https://www.nomoreboxesmovement.com/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -