2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Reyndu að nota „tvífara“ til að hylma yfir morðið

CNN birti fyrr í dag myndband sem sýnir „tvífara“ Jamals Khashoggi yfirgefa ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi.

Mál blaðamannsins Jamals Khashoggi, sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi 2. október, heldur áfram að vinda upp á sig þar sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem birt hefur verið á vef CNN varpar nýju ljósi á málið. Myndefnið er sagt sýna mann að nafni Mustafa al-Madani yfirgefa skrifstofuna í fötum Jamals og með gerviskegg og gleraugu.

Maðurinn hefur verið kallaður „tvífari“ Jamals enda líkist hann honum töluvert í gervinu.

Á umræddu myndefni sést hann yfirgefa skrifstofuna í Istanbúl klæddur í föt Jamals eftir að blaðamaðurinn á að hafa verið pyntaður og myrtur. Myndefnið sýnir hann svo einnig ganga um borgina í fötum Jamals.

Mustafa al-Madani er sagður vera hluti af stórum hóp sem krónprinsinn Mohammed bin Salman mun hafa sent til Istanbúl til þess að myrða Jamals Khashoggi. Nú þykir ljóst að Mustafa al-Madani í gervi Jamals átti að tryggja að ekki kæmist upp um morðið.

AUGLÝSING


Sjá nánar: Pyntaður og líkið bútað í sundur

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is