Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ríkissáttasemjari slær vopnin úr höndum Sólveigar Önnu – Allir félagsmenn fá að greiða atkvæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttamannafundur með Ríkissáttasemjara var haldinn rétt í þessu í Karphúsinu. Aðalsteinn Leifsson fór yfir stöðuna og bendir á að allir nema 29.600 félagar Eflingar hafi fengið launahækkanir. Hann bendir á að viðræðurnar séu í fullkomnum og hörðum hnút og ætli því að nota það eina verkfæri sem hann hefur í höndunum. Hann segir að ekki sé eftir neinu að bíða þar sem viðræðum þoki ekki áfram og sér það sem skyldu sína að stíga inn. Samningaviðræðurnar hafi áhrif á samfélagið allt.

Aðalsteinn taldi upp í fyrsta lagi að þeir sem starfa að þessum kjarasamningi fái sömu launahækkanir. Í öðru lagi stingur hann upp á að allir fá afturvirkar hækkanir frá síðastliðnum nóvember. Í þriðja fer hann fram á að allir félagsmenn Eflingar en ekki bara eitt prósent eins og nú séu í atkvæðagreiðslu.

Aðalsteinn er þar með að taka málið af borði samninganefndanna og setur þessa miðlanatillögu fram og vill skoða hvort aðilar í málinu séu opnir fyrir þessari leið með skammtímasamningi eða hvort þeir vilji halda áfram í þessum harða hnút.

Ríkissáttasemjari segir að óhætt sé að fullyrða að viðbrögð hluteigandi aðila séu svo að báðir hafi eitthvað út á málið að setja. Ríkissáttasemjari hefur tekið valdið og lögin er skýr.

Atkvæðagreiðsla skal fara fram á mánudaginn 30. janúar 2023 og vera lokið þriðjudaginn 1. febrúar 2023. Atkvæðagreiðsla skal vera rafræn og leynileg. Kosningin er bindandi og gildandi til 21. janúar til 2024.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -