Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ritstjóri Kastljóss biðst afsökunar: „Fátækt er víða og sannarlega á fleiri stöðum en í Fellunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefanía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar skrifaði pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún er afar ósátt við myndaval í Kastljósinu á RÚV.

„Einkennilegt myndaval hjá Kastljós í umræðu um fátækt að einu myndirnar voru af Fellunum í Breiðholti. Bara Fellunum!“

Bætir við:

„Þó að það séu eflaust lægri tekjur í Fellunum þá er þetta að ýta undir fordóma sem er nóg af. Fátækt er víða og svo sannarlega á fleiri stöðum en í Fellunum. Ég er alin upp í Fellunum. Þar býr alls konar fólk með alls konar tekjur. Þarna eru íbúðir í öllum stærðum og gerðum. Í Fellunum finnur þú íbúðir með útsýni sem fólk slefar yfir. Þú finnur ekki fjölskylduvænna hverfi.

Ég gekk yfir eina götu sem var með gangbraut frá grunnskóla út menntaskóla. Held að það finnist bara í hinum enda hverfisins í Hólunum. Ég er stolt af því að hafa alist upp í Fellunum og ég vona að börnin sem sáu þetta innslag og búa í Fellunum láti svona umfjöllun ekki á sig fá.“

Baldvin Þór Bergsson er ritstjóri Kastljóss, og hann biðst afsökunar.

- Auglýsing -

„Þetta er rétt ábending. Klaufalegt hjá okkur en alls ekki illa meint. Skrifast á hugsunarleysi. Sem er svo sem engin afsökun. Við tökum okkur á. Takk fyrir ábendinguna.“

Stefanía er ánægð með viðbrögð Baldvins og segir:

„Takk fyrir að bregðast vel við. Mér datt ekki í hug að þetta væri gert með illum hug. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðill sýnir ekki raunsæja mynd af Breiðholtinu og ég hefði ekki nefnt það ef svo væri. En ég kann mjög að meta að þetta verði passað. Takk fyrir það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -