Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Rjúpnabrekku-Blakkur sem fer á uppboð var í eigu Viking squad – Ræktandi vill ekki tjá sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppboð sýslumannsins í Reykjavík á hundinum Rjúpnabrekku Blakk sem verður haldið næst komandi þriðjudag, hefur vakið gríðarlega athygli og margir eru reiðir og hreinlega í uppnámi vegna uppboðsins á dýrinu. Sömu lög gilda um sölu dýra og hluta á Íslandi sem af mörgum er talin tímaskekkja sem verði að laga með velferð lifandi vera í huga. Lögin sem ná til atviks sem þessa eru lög lausafjárkaup. Mannlíf kafaði ofan í málið og leitaði auk þess álits hjá Hundaræktarfélagi Íslands og Dýraverndarsambandi Íslands.

 

Ólafur Ragnarsson, ræktandi Rjúpnabrekku Blakks/Black. Mynd af Facebook

 

 

Hér má sjá Rjúpnabrekku Blakk/Black

 

Fyrrum eigendur

- Auglýsing -

Mannlíf komst að því eigendur Rjúpnabrekku Blakks eru/voru Viking Squad en hann virðist hafa heitið Rjúpnabrekku Black en ekki Blakkur. Ræktandi hundsins er Ólafur Ragnarsson. Mannlíf hafði samband við Ólaf  sem vildi ekki tjá sig um málið. Ekki er ljóst á þessari stundu hverjir standa á bak við Viking Squad sem skráðir eru eigendur hundsins en ljóst er að búið er að eyða út og reyna að afmá allar tengingar við Viking Squad sem og virðist sem ræktandinn sé einnig búin að eyða út færslum á samfélagsmiðlum er tengjast hundinum. Mannlíf náði þó að rekja slóðina í þeim tilgangi að finna út hvar hundurinn væri niður komin um þessar mundir.

Á auglýsingu frá sýslumanni má sjá númmer hundsins sem fer á uppboð en það er sama númer og sést á skjölum á meðfylgjandi myndum
Á skjalinu sést að um sama hund er að ræða og fer á uppboð á þriðjudaginn. Mynd af Facebook
Sama númer er á hundinum sem fer á uppboð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudaginn. Mynd af Facebook

Mannlíf setti sig í samband við Hundaræktarfélag Ísland, Dýraverndarsamband Íslands og Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu sem vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar Mannlíf reyndi að komast að því hvar hundurinn væri niðurkominn, fram að uppboði.

 

- Auglýsing -

Hundaræktarfélag Íslands

Í samtali við Mannlíf sagði Guðný Rut Isaksen framkvæmdarstýra Hundaræktarfélags Íslands,  að um tímaskekkju væri að ræða varðandi það að sömu lög skuli gilda um sölu hunda og lifandi vera og dauðra hluta eins og bifreiða. Í rauninni vitum við ekki aðstæðurnar í kringum þetta mál. Hestar eru boðnir upp en þetta hef ég ekki rekist á áður. Við höfum ekki tekið beina  afstöðu til málsins enda hefur ekki komið fram hvað liggur þarna að baki svo það reynist erfitt að taka afstöðu í málinu miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Þetta mál hefur ekki komið inn á borð til okkar. Það sem ég get sagt er að það er skekkja að lögin skuli ekki taka tillit til að þarna er um dýr að ræða. Það er töluverður munur á hundi og bíl, manni þykir öðruvísi vænt um bílinn sinn enn hundinn sinn og allt önnur tengsl sem þarna myndast. Það þyrfti vissulega að endurskoða löggjöfina þarna. Tímaskekkja og eitthvað sem þarf að laga skoða nánar. Við höfum verið meðvituð um það hvað lög gilda og okkur finnst þetta ekki alveg í lagi.

Guðný Rut Isaksen, framkvæmdarstýra Hundaræktarfélags Íslands

 

Mannlíf talaði við Hallgerði Hauksdóttur formann Dýraverndarsambandi Íslands og hún hafði þetta um málið að segja:

Við hjá Dýraverndarsambandi Íslands  höfum ekki tekið formlega afstöðu en ég get gefið mitt álit á málinu sem formaður félagsins. Það sem er álitamál er það að hundurinn er lifandi vera og gagnvart velferð hundsins eru nokkur atriði sem mér finnst skipta máli. Hvar er hundurinn fram að uppboðinu? Er hann í vörslu hins opinbera eða er hann hjá einhverjum sem hann þekkir? Þetta skiptir hundinn í sjálfu sér ekki máli ef hann er hjá einhverjum sem hann þekkir og honum líður vel. Lagalegt umhverfi, eigum við að koma svona fram við lifandi veru?  Þá er það orðin spurning hversu mikið er hundurinn persónugerður. Við erum að manngera hundinn fyrir hans hönd, ef að það er allt í lagi með hann og  hann er þar sem hann á heima og á stað þar sem honum líður vel  og verður þar áfram ef sá aðili til dæmis kaupir hann, þá skiptir það hann engu máli í raun og veru. Spurningin er þá í raun hvernig viljum við búa að dýrum sem að hugsanlega lenda í þessari stöðu. Þetta getur til dæmis gerst með stóðhesta og önnur ræktunardýr sem eru mjög verðmæt og eru í sameign. Það er þá spurning hvort við sem samfélag þurfum ekki að finna leið til þess að tryggja öryggi þessarra dýra. Þetta eru dýraverndarsjónarmiðið en það er ekki endilega dýraverndarsjónarmið að það sé rangt að skera úr um hvar hundur eigi að eiga heima að lokum. Það er heldur ekki dýraverndarsjónarmið að það sé rangt að skera úr um það með aðstoð sýslumanns sem er í raun loka- og neyðarúrræði. Málið er fyrst og fremst hvað er gert við dýrið meðan á ferlinu stendur. Ef dýrið er tekið af stað sem það þekkir vel til vörslu og vistað á ókunnugum stað er það alvarlegt í okkar augum, við horfum á þetta eingöngu út frá dýrinu. Það þarf að tryggja það að dýrið sé á góðum og öruggum stað fram að uppboði.

Annað sem mig langar að taka fram er það að ef fólki er umhugað um verndun dýra þá ætti það ef til vill að einbeita sér frekar að aðbúnaði alifugla, loðdýra, svína, hvernig er farið með fiska í fiskeldi og því hvernig minkum er drekkt sem löglegri veiðiaðferð á þeim. Það telst dýraníð á öllum öðrum dýrategundum nema minknum.

 

Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands

 

 

 

Hér má sjá upplýsingar um eigendur, ræktanda og fleira. Mynd af Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -