Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Rúna Lind segir ástandið í Gisborne hræðilegt eftir hitabeltisstorminn Gabrielle: „Rosalegt ástand“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr, ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, í Gisborne, sem er lítilll bær í norðausturhluta Nýja-Sjálands, sem fór mjög illa út út úr hitabeltisstorminum Gabrielle.

Rúna náði að senda fjölskyldunni sinni skilaboð í gærkvöldi með því að fara fyrir utan bæjarráðið í Gisborne og komast þannig í net- og símasamband.

Þar var fjöldi manns að reyna að hringja í ættingja sína og vini.

Segir Rúna að „vegirnir eru lokaðir inn og út úr bænum vegna mikilla skemmda; bensínstöðvum hefur verið lokað.“

- Auglýsing -

Staðan er slæm hjá mörgum; sumir eru með mengað vatn í bænum, en húsið hennar Rúnu og fjölskyldunnar er með rigningartank, og það vatn er í lagi.

- Auglýsing -

„Það er rosalegt ástand í landinu, og margir bæir eru enn algjörlega einangraðir. Það er einungis hægt að greiða fyrir mat og nauðsynjar með reiðufé, verslanir eru lokaðar og ekki er hægt að hringja í lögreglu eða á sjúkrabíl.“

Rúna og fjölskylda hennar eru með matarbirgðir en eðlilega er öllum brugðið yfir ástandinu eftir þennan skæða storm.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -