Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Rúna ræktar mjölorma og hermannaflugur: „Ungt fólk er tilbúið til þess að smakka skordýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúna Þrastardóttir hefur starfað hjá Landbúnaðar­háskóla Íslands að rannsóknum á skordýrum; hvort hægt sé að rækta mjölorma og hermannaflugur á Íslandi til manneldis og fóðurframleiðslu. Rúna telur að ræktun skordýra geti orðið raunhæf grein til fóðurframleiðslu og manneldis á Íslandi eftir nokkur ár.

Hún segir að varðandi það hvort ræktun skordýra geti orðið raunhæf grein á Íslandi til manneldis að Evrópusambandið hafi gefið leyfi fyrir því að skordýr séu ræktuð til manneldis en ekki enn þá gefið leyfi fyrir hermannaflugunni; það sé hins vegar í skoðun.

„Það er reyndar lítil eftirspurn eftir því að borða skordýr í Evrópu þar sem margir hafa mikla fordóma gagnvart því að borða þau. Margir telja skordýr vera óhrein og hættuleg, þó það hafi aldrei verið gerðar rannsóknir á því hér á landi þá tel ég þetta viðhorf gagnvart skordýraáti vera líka ríkjandi á Íslandi. Það hefur þó verið aukin eftirspurn eftir því að borða skordýr í Evrópu, sérstaklega í Belgíu með auknu framboði, og sérstaklega virðist ungt fólk vera tilbúið til þess að smakka skordýr. Það er þó enn þá langt í land þar til Evrópubúar munu samþykkja skordýr sem almenn matvæli,“ segir Rúna.

Heimild: bbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -