Miðvikudagur 24. júlí, 2024
14.3 C
Reykjavik

Rúta með 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi – Sjö fluttir með þyrlu á sjúkrahús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjö einstaklingar hafa nú verið flutt­ir á Foss­vogs­spít­ala með þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar; rúta með um það bil 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi í dag, ná­lægt Stokka­læk, skömmu ­fyr­ir klukkan 17 í dag.

Björg­un­ar­starf stend­ur yfir; er unnið að því að flytja slasaða af vett­vangi.

Kemur fram að aðstæður voru með þeim hætti að hóp­slysa­áætl­un var virkjuð samstundis; einnig sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru sendar af stað; fyrri þyrl­an flutti þrjá á Foss­vogs­spít­ala og hin fjóra.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sent þrjá sjúkra­flutn­inga­bíla til að aðstoða með sjúkra­flutn­inga, en ekki ligg­ur fyr­ir hvað gerðist nákvæmlega; lög­regl­an á Suður­landi fer með rann­sókn málsins.

Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um líðan fólks eftir slysið og hefur lögreglan ekki viljað svara hvort einhver hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi eða sé alvarlega slasaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -