Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sænski hljóðbókarisinn hækkar áskriftarverð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vekur athygli þegar sænskur risi á íslenskum hljóðbókamarkað hækkar áskriftarverð. Á dögunum fengu íslenskir áskrifendur af hljóðbókavefnum Storytel tilkynningu um að frá og með 4.júní næstkomandi myndi mánaðarleg Storytel Unlimited áskrift hækka úr 2990 krónum í 3190 krónum á mánuði. Hækkunin nemur 6,7 prósentum. Fyrir einstaka viðskiptavini nemur hækkunin 2400 krónur á ári.

Eftirfarandi tilkynning var send á viðskiptavini Storytel. Eins leitaði Mannlíf eftir skýringu á hækkun en engin svör bárust.

Storytel er sífellt að þróa þjónustuna og bæta framboð á vönduðum og fjölbreyttum sögum. Til að halda því áfram mun mánaðarleg Storytel Unlimited áskrift hækka úr 2.990 kr. í 3.190 kr. á mánuði. Ef þú gerir engar breytingar á áskriftarleið tekur nýja verðið gildi við fyrstu greiðslu eftir 4.júní næstkomandi.

Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum Storytel sem svaraði ekki skilaboðum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -