Miðvikudagur 24. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Umfelgun fyrir vorið – Verðmunur allt að 70 prósent

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Núna er tími nagladekkjanna á enda. En í dag er síðasti dagurinn sem heimilt er að vera með nagladekk undir bílnum. Löglegt tímabil fyrir nagladekk er frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert. Af þessu leiðir að nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október.  En fyrir hvert ólöglegt nagladekk sektar lögreglan um 20 þúsund krónur.

En hvar er hagstæðasta verðið á umfelgun? Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana og kannaði verð á 13 dekkjaverkstæðum. Eingöngu var skoðað verð á umfelgun dekkja undir fólksbíla að 16 tommu og 17 tommu. Hagstæðasta verðið reyndist vera hjá no22.is sem var með ódýrasta verðið á umfelgun bæði fyrir 16 og 17 tommu dekk. En Dekkjahöllin var dýrust í umfelgun að 16 tommu og var munurinn þar 65,5 prósent. Klettur var með hæsta verðið á umfelgun að 17 tommu og var munurinn þar 67,5 prósentum á ódýrustu og dýrustu umfelgun.  Verðkönnunin var gerð 13. apríl síðastliðinn.

Þess ber að geta að ofangreint verð er fyrir utan alla afslætti eða sérkjör svo sem FÍB afsláttar, eldri borgara og annað í þeim dúr. Sum verkstæði veita afslátt af umfelgun ef keypt eru 4 dekk undir bílinn.

Mannlíf gerði verðkönnun hjá sömu verkstæðum í september 2022 og fjögur af þessum verkstæðum hafa ekki hækkað þjónustu sína. Það eru Nesdekk, Bíladekur, KvikkFix og VIP dekk.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -