Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Í könnuninni var spurt:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
Hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Niðurstaðan er ljós og segja 25,3% þátttakenda að þeir myndu kjósa Samfylkinguna.
Bætir því flokkurinn við sig um tveimur prósentustigum frá síðustu könnun; hefur ekki mælst stærri síðan í nóvember 2009.

Flokkurinn sem á eftir kom er vanur því að vera stærsti flokkur landsins – Sjálfstæðisflokkurinn er nú næststærstur; en 23,5% myndu kjósa flokkinn í dag.
Kemur fram að vikmörk á fylgi flokkanna eru 1,4%, og nær því munurinn ekki að vera tölfræðilega marktækur, þar sem vikmörkin skarast.
Sigurvegari tveggja síðustu kosninga hér á landi, Framsóknarflokkurinn, mælist nú með 11,3%, þar á eftir Píratar með 10,4% og svo Viðreisn með 7,3%.
VG mælist með 6,8%, Miðflokkur sem og Flokkur fólksins 5,5% báðir; Sósíalistaflokkurinn 4,4%.

Staðan er því sú að samtals myndu stjórnarflokkarnir fátæp 42% atkvæða; fengu í síðustu kosningum rúmlega 54%.
46% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni segjast styðja ríkisstjórnina.