Þriðjudagur 23. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Samfylkingin stærsti flokkur landsins og VG með 6,8% fylgi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Koma Kristrúnar í formannsstól Samfylkingar hefur skilað sér vel.

Í könnuninni var spurt:

Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

Hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?

Niðurstaðan er ljós og segja 25,3% þátttakenda að þeir myndu kjósa Samfylkinguna.

- Auglýsing -

Bætir því flokkurinn við sig um tveimur prósentustigum frá síðustu könnun; hefur ekki mælst stærri síðan í nóvember 2009.

Bjarni Benediktsson.

Flokkurinn sem á eftir kom er vanur því að vera stærsti flokkur landsins –  Sjálfstæðisflokkurinn er nú næststærstur; en 23,5% myndu kjósa flokkinn í dag.

Kemur fram að vikmörk á fylgi flokkanna eru 1,4%, og nær því munurinn ekki að vera tölfræðilega marktækur, þar sem vikmörkin skarast.

- Auglýsing -

Sigurvegari tveggja síðustu kosninga hér á landi, Framsóknarflokkurinn, mælist nú með 11,3%, þar á eftir Píratar með 10,4% og svo Viðreisn með 7,3%.

VG mælist með 6,8%, Miðflokkur sem og Flokkur fólksins 5,5% báðir; Sósíalistaflokkurinn 4,4%.

Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Staðan er því sú að samtals myndu stjórnarflokkarnir fátæp 42% atkvæða; fengu í síðustu kosningum rúmlega 54%.

46% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni segjast styðja ríkisstjórnina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -