Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Sandra Sigurðardóttir: „Það eru allir reiðir og maður sér það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, Sandra Sigurðardóttir, kom í Silfrið á RÚV og segir Hún það þungt högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að HM 2022 í knattspyrnu sé haldið í Katar.

Sandra segir nauðsynlegt að ræða málið opinskátt og að umræðan núna sé „verulega heit, en það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Sandra sem á að baki 48 landsleiki fyrir Ísland.

Sandra er afar vonsvikin með FIFA, og hvernig það starfar:

„Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum að mótið verði haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“

Sú ótrúlega staða er enn uppi árið 2022 að samkynhneigð er bönnuð í Katar; leikmenn landsliða sem taka þátt á HM í Katar hefur verið bannað yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í Katar:

„Leikmenn á mótinu eru ósáttir. Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það.

- Auglýsing -

Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað. Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ sagði hinn frábæri markvörður Sandra Sigurðardóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -