Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Sandra varar við barnaperra í Vesturbænum: „Skelfileg lífsreynsla fyrir drenginn!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra segir frá óhugnalegri reynslu sonar síns, inni í hópi Vesturbæinga á Facebook í gær. Sonur hennar var nálægt Hjarðarhaga, á leið heim eftir skóla þegar maður á hvítum bíl bíður honum í tvígang far. Segir hún drenginn hafa farið inn í Krambúðina eftir fyrra skiptið til að hringja í foreldri en maðurinn hafi kyrrsett bílinn fyrir utan á meðan. Maðurinn hafi svo keyrt í hægagangi á eftir drengnum eftir að hann lagði aftur af stað og boðið honum aftur far. Gerðist þetta um klukkan 14:30, milli Kvisthaga og skóla drengsins.

Móðirin segir drenginn hafa brugðist hárrétt við þegar hann ákvað að ganga til baka, í Landakotskóla, þar sem hann stundar nám og tilkynna málið. Lögreglan tók skýrslu og leitaði mannsins samkvæmt konunni en hún segir einnig að lögreglan hafi beðið hana að skrifa lýsingu á atburðinum inni á grúppunni „og biðja foreldra að vera vakandi og tilkynna stax til lögreglu ef eithvað óvenjulegt hefur átt sér stað hjá þeirra börnum.“ Þá vill hún einnig minna fólk „á að ræða við börnin um að fara aldrei upp í bíla hjá ókunngum og segja alltaf fullorðnum frá ef þau lenda í slíkum aðstæðum.“

Meðlimir hópsins skrifuðu margir hverjir við færslu Söndru og voru auðvitað sammála um alvarleika málsins. Margir hrósa drengnum fyrir viðbrögðin en aðrir koma með hugmyndir um það hvað börn geti gert í svona tilfellum. Ólöf nokkur ráðleggur börnum sem lenda í svona að hlaupa í burtu og öskra og öskra á hjálp. Einnig biðlar hún fólk að „standa saman gegn þessum óþokkum.“

Þá talar Arnar um það að Krambúðin sé með öryggismyndavélar og að „löggan á að geta skoðað þær.“ Sandra svarar og segir lögregluna vera að skoða einmitt það.

Bíllinn sem um ræðir er hvítur Dacia Station

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -