Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sara Björk leggur skóna á hilluna: „Mjög stolt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Björk Gunnarsdóttir segir í tilkynningu að eftir 16 ára feril með íslenska landsliðinu hafi hún ákveðið að hætta að spila með liðinu.

Hin uppalda Haukakona, Sara, segist hafa haft mikla ánægju af því að spila með landsliðinu; það hafi verið heiður, en á þessum tímapunkti viti hún að nú sé kominn tími til að kveðja.

Sara leikur með Juventus á Ítalíu og á að baki 145 landsleiki; leikjahæsta landsliðskona Íslands; skoraði hún 24 mörk í leikjunum:

„Að hafa verið hluti af liðinu sem komst í fyrsta skipti á EM 2009 og taka þátt í fjórum Evrópumótum er eitthvað sem ég er mjög stolt af. Ég vil þakka KSÍ, þjálfurunum, starfsfólkinu, leikmönnum og sjálfboðaliðum sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér,“ segir Sara sem tvívegis hefur verið valin íþróttamaður ársins, 2018 og 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -