Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sara furðar sig á fullyrðingum Skúla læknis: „Hún upplifði mjög mikla þjáningu þar til hún lést“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur fjallað um þá hefur læknirinn Skúli Tómas Gunnlaugsson sætt lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Rannsókn málsins er við það að ljúka; sex málum verður vísað til héraðssaksóknara.

Læknirinn Skúli tjáði sig í fyrsta sinn um málið eða málin í færslu á Facebook fyrir helgi; þar lýsti hann yfir sakleysi sínu og sagði skýrslur dómkvaddra matsmanna staðfesta að sjúklingarnir sex hefðu látist af náttúrulegum orsökum.

Skúli Tómas Gunnlaugsson hefur stöðu grunaðs í málinu.

Sara Pálsdóttir er réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést 73 ára gömul á HSS, og segir Sara í samtali við ruv.is að sér hafi brugðið við að lesa færslu Skúla, því gögn sem hún hefur í höndum benda til annarrar niðurstöðu:

„Í matsgerðinni kemur hvergi fram að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þvert á móti kemur fram í matsgerðinni að sjúklingur hafi, án þess að vera með lífsógnandi sjúkdóm, verið sett á lífslokameðferð og í henni fólst að sjúklingur var settur í svokallaða lyfjafjötra. Það þýðir að lyfjameðferð er svo þung að sjúklingur getur hvorki tjáð sig, nærst eða hreyft sig með eðlilegum hætti,“ segir Sara.

Sara segir að konan hafi komið inn til hvíldarlegu á HSS; engar forsendur hafi verið fyrir lífslokameðferðinni sem hafi staðið yfir sleitulaust í ellefu vikur; einnig hafi lyfjagjöf ekki verið forsvaranleg:

- Auglýsing -

„Hún hafi verið framkvæmd nánast allan þennan tíma, þessa 79 daga sem hún lá inni á HSS, með þeim afleiðingum að hún nærðist ekki, fékk legusár sem var mjög erfitt að meðhöndla og hafi upplifað mjög mikla þjáningu þar til hún lést.“

Sara furðar sig á fullyrðingum læknisins á Facebook; segir að niðurstöður matsmanna staðfesti það sem fram komi í svartri skýrslu embættis landslæknis:

„Þetta embætti fer lögum samkvæmt með eftirlitshlutverk með heilbrigðisstarfsfólki og framkvæmd heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þannig að það hefur alveg mjög þungt vægi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -