Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Segir fjölskylduna hrædda – „Auðvitað hefur þetta hrikalegar afleiðingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra, Mohammed Al Deewan og Wedyan Al-Shammar, frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma. Þetta er í annað sinn sem brottvísun þeirra er frestað. Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, segir fjölskylduna vera hrædda.

„Það þurfti sem sagt grísk stjórnvöld til þess að stöðva ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnum á flótta, sem voru búin að leigja einkaflugvél undir þau, svo það sé alveg á hreinu,“ skrifaði Sema á Facebook í gær.

Sema sagði í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að búið væri að fresta brottvísuninni í óákveðinn tíma. „Þannig að í bili eru þau óhult en hvað þetta bil er langt veit maður hreinlega ekki,“ sagði Sema.

Hún segir að í yfirlýsingu útlendingastofnunar komi fram að grísk stjórnvöld vilji ekki taka við fólkinu en gefi á sama tíma í skyn að stofnunin ætli að halda áfram að „suða í þeim“.

Sema benti á að aðstæður í Grikklandi séu óboðlegar fyrir fólk á flótta. „Þar er mikill húsnæðisvandi, enga atvinnu að fá, aðgengi skóla er skert fyrir fólk á flótta,“ útskýrði Sema. Hún bætti við að flóttafólk mæti miklu ofbeldi og fordómum frá öfgahópum og nýnasistum í Grikklandi. „Staðan hefur versnað og heldur áfram að versna. Þetta eru aðstæður sem við myndum aldrei sætta okkur við fyrir okkur og börnin okkar. Og þá getum við að sjálfsögðu ekki sent annað fólk í þessar aðstæður.“

„Staðan hefur versnað og heldur áfram að versna.“

Sema segir að hvert Evrópuríkið á fætur öðru sé að gefa út að þau vilji taka á móti flóttabörnum frá Grikklandi því staðan sé slæm þar. „Það er því ótrúlegt að íslensk stjórnvöld séu á sama tíma að reyna eins og þau geta að koma þessu fólki til Grikklands.“

- Auglýsing -

Ekki það sem þjóðin vill

Sema segir aðgerðir stjórnvalda vera í andstæðu við vilja þjóðarinnar. „Það eru skýr skilaboð um að fólkið í landinu sé ekki að samþykkja þetta. Það sést á mótmælum og skrifum fólks.“

Hún segir málið hafa reynst fjölskyldunni afar erfitt. „Núna er búið að tilkynna þeim tvisvar sinnum að þau séu að fara og svo er verið að fresta því eftir að þau eru búin að undirbúa sig eins og þau geta, pakkað saman og kvatt vini sína. Auðvitað hefur þetta hrikalegar afleiðingar.“ Sema segir fjölskylduna vera hrædda og vita að „eymd og vonleysi“ bíði þeirra.

- Auglýsing -

Hún bætir við að hún trúi ekki að íslensk stjórnvöld ætli að tilkynna fjölskyldunni í þriðja sinn að nú eigi að vísa þeim í burtu.

Mannlíf ræddi við fjölskylduna í febrúar. Viðtalið má lesa hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -