Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Segir Guðmund staðnaðan í starfi: „Verður að þróa þig með leiknum og það hefur Guðmundur ekki gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur  telur að HSÍ hafi séð sig knúið til þess að hætta samstarfi sínu við landsliðsþjálfarann Guðmund Þ. Guðmundsson vegna þeirrar vondu stöðu sem hann var kominn í með liðið.

Arnar Daði gefur lítið sem ekkert fyrir þá yfirlýsingu að ákvörðunin hafi verið sameiginleg.

Í vikunni greindi HSÍ frá því að Guðmundur Þ. Guðmundsson væri ekki lengur þjálfari karlalandsliðsins; að báðir aðilar hafi komist að samkomulagi um að hætta samstarfinu:

Arnar Daði Arnarsson.

„Ég held að þeir hafi einfaldlega verið tilneyddir til að gera þetta á þessum tímapunkti. Ég hef tilfinningu fyrir því að bæði stjórn HSÍ og landsliðsnefnd hafi ekki ætlað að láta Guðmund fara eftir HM í janúar. Eftir undirbúningsvinnu held ég að þegar uppi var staðið hafi stjórn HSÍ komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert annað í stöðunni en að láta Guðmund fara, eftir samtöl við leikmenn og aðra hafi þau áttað sig á því að staðan innan landsliðsins hafi verið orðin verri en þau og margir aðrir héldu,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í samtali við Fréttablaðið.

Hann er klár á því að ákvörðunin hafi ekki verið sameiginleg:

„Við þekkjum það úr íþróttunum að það er oft gefið út þegar svona á sér stað. Það var auðvitað engan veginn þannig. Guðmundur var ekki að stíga frá borði sjálfviljugur.“

- Auglýsing -

Arnar Daði segir stöðu Guðmundar hafa verið slæma:

„Svo segir sagan og þetta er ekki bara einhver ein saga út í bæ. Þetta hefur verið viðloðandi landsliðið lengi og nú var hún orðin ansi hávær, bæði á meðan HM stóð og svo strax eftir að varð ljóst að Ísland kæmist ekki í 8-liða úrslit.

Manni finnst það alltaf vond staða fyrir þjálfara þegar klefinn er farinn að leka, landsliðsmenn farnir að heyra í vinum, vandamönnum og jafnvel fjölmiðlamönnum til að benda þeim á veikleika í fari Guðmundar. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist núna í janúar. Það hefur ekki myndast nógu mikið traust milli hans og leikmanna. Gengi liðsins hefur verið eftir því og þá missa leikmenn trúna á verkefnið. Eftir því sem hefur liðið á þetta samstarf hefur Guðmundur farið út á hálan ís með því að kasta leikmönnum undir rútuna í stað þess að taka ábyrgð. Ef fólk horfir á viðtöl hans eftir leiki síðustu ár hefur hann ekki tekið mikla ábyrgð á slæmu gengi liðsins.“

- Auglýsing -

Þá gagnrýnir Arnar Daði Guðmund fyrir að nota ekki fleiri leikmenn; bendir á leik Íslands gegn Ungverjum á HM í janúar, en sá leikur tapaðist, og reyndist það afdrifaríkt:

„Þegar uppi er staðið er það þessi leikur á móti Ungverjalandi sem hefur mest áhrif á hvernig gekk í janúar. Þar segir tölfræðin að Guðmundur hafi verið að nota 9-10 leikmenn á meðan aðrir þjálfarar nota 14-16 leikmenn. Handboltinn hefur verið að breytast á síðustu árum og þeir sem hafa þorað að gagnrýna Guðmund, einn vinsælasta mann landsins, benda á þessar tölur. Þetta er Guðmundur Þórður í hnotskurn. Hann treystir á sína leikmenn. Það er ákveðin tegund af því hvernig þú þjálfar lið en þú verður að þróa þig með leiknum og það hefur Guðmundur ekki gert. Hann er íhaldssamur. Hann er enn að tala um hvað var gott 2008 og lifir svolítið á fornri frægð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -