Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Segir hættuástand ríkja í loftlagsmálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough segir hættuástand ríkja í loftslagsmálum. Hann segir að nú sé ekki lengur hægt að slá því á frest að taka á málunum. „Við höfum frestað því ár eftir ár,“ segir Attenborough í viðtali við BBC í umfjöllun um loftslagsmál.

Hann segir ástæðuna fyrir gróðureldunum sem nú geisa nú í Ástralíu vera vegna þess að hitastig jarðar fer hækkandi og það af mannavöldum.

Attenborough segir að þrátt fyrir að vísindamenn hafi undirstrikað að nú þurfi að bregðast hratt við þá gengur yfirvöldum hægt að komast að niðurstöðu í sínum viðræðum. Í frétt BBC er þá bent á sem dæmi að lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna sem haldin var í Madríd í desember hafi verið vonbrigði.

Attenborough segir að slíkar ráðstefnur snúist ekki um að eiga í smá rökræðum heldur að finna lausnir. „Þetta er aðkallandi mál sem þarf að leysa, en það sem meira er, við vitum hvernig á að leysa þau – það er það fjarstæðukennda, við neitum að taka þau skref sem við vitum að þarf að taka.“

Gefa í frekar en að draga úr

Árið 2018 gaf loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem fram kom að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að afstýra því að meðalhiti á jörðinni hækki um meira en 1,5°C með hörmulegum afleiðingum. Í skýrslunni kom m.a. fram að heimurinn þurfi að þrefalda áætlanir um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til að koma í veg fyrir frekari hlýnun jarðar.

- Auglýsing -

Attenborough segir þrátt fyrir að sérfræðingar hafi lagt áherslu á að draga þurfi úr losun þá er frekar verið að gefa í sem gerir það að verkum að það verður sífellt erfiðara að ná settum markmiðum.

Umfjöllun BBC má sjá í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -