Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Gunnlaugur segir eldislaxa valda miklum skaða: „Ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Stefánsson segir íslenskum stjórnvöldum til syndanna.

Laxeldi í opnum sjókvíum við Íslands eru mjög umdeildt og segja margir að þetta muni hafi óafturkræfar afleiðingar fyrir íslenskt lífríki og gerir Gunnlaugur þetta að umtalsefni í pistli.

Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska.

Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið

Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum.

Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa?,“ segir Gunnlaugur í pistlinum sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þá segir hann að Alþingi verði að grípa inn í þessa tímaskekkju.

- Auglýsing -

„Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða.

Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta,“ segir Gunnlaugur að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -