Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Segir mbl.is og RÚV hafa framið verkfallsbrot: „Með ólíkindum að miðlarnir hagi sér með þessum hætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta eru hrein og klár verkfallsbrot og verða kærð til félagsdóms,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, um þá staðreynd að fréttir birtust á vef mbl.is og tökumaður á RÚV sem er verktaki og utan félags var látinn vinna á meðan á verkfalli stóð í dag á milli klukkan 10:00 og 14:00.

 

Verkfallið náði til blaða- og tökumanna og ljósmyndara sem starfa á netmiðlum Sýnar, RÚV, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins hófst klukkan 10:00 og stóð yfir til klukkan 14:00.

Athygli vakti að nýjar fréttir birtust á meðan á verkfallinu stóð á vef Morgunblaðsins.

„Verkfallsbrot hafa nú átt sér stað bæði á RÚV og Árvakri. Á RÚV var myndatökumaður, sem er verktaki og utan félaga, vaktsettur og látinn vinna og fréttir hafa verið að birtast inni á mbl.is. Atvikin verða umsvifalaust kærð til félagsdóms. Það er með ólíkindum að miðlarnir hagi sér með þessum hætti, ekki síst miðill í eigu ríkisins,“ útskýrir Ragnhildur.

„Atvikin verða umsvifalaust kærð til félagsdóms.“

Hún bætir við: „Túlkun Blaðamannafélags Íslands á framkvæmd verkfallsins er að ekkert átti að á vefinn milli 10-14 í dag og ljósmyndarar og tökumenn áttu ekki að fara í tökur. Verktakar áttu ekki að vinna, utanfélagsfólk átti ekki að vinna og fólk í öðrum stéttafélögum átti ekki að vinna. Verkfallið náði til fjögurra fjölmiðlafyrirtækja sem eru innan Samtaka atvinnulífsins – Árvakurs, Torgs, Sýnar og RÚV. Verkfallið náði ekki til félaga í Félagi fréttamanna á RÚV eða félaga í Rafiðnaðarsambandinu á Sýn.“

Hún segir verkfallsverði hafa verið á umræddum miðlum í dag. „Hlutverk þeirra var að fylgjast með framkvæmdinni og skrá niður verkfallsbrot.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Verkfall blaðamanna hafið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -