Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Segja frá ofbeldi innan sértrúarsafnaða: „Þjónaðu leiðtogunum eins og þeir séu Guð’’

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Unglingaleiðtoginn í kirkjunni tók mig í gólfið, knésetti mig og stóð ofan á maganum á mér til að reka út djöflana sem áttu að gera mig samkynhneigða,’’ segir Steinunn Anna Radha í viðtali við Kompás en fjallað var um málið á Vísi.
Kompás hefur kafað ofan í hugtakið trúarofbeldi og skyggnst inn í líf þeirra sem hafa verið í sértrúarsöfnuðum. Þeir sem hætta í sértrúarsöfnuðum upplifa kvíða, áfallastreitu, depurð og mörg hver hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi innan söfnuðsins.

Steinunn er ein þeirra en segist hún hafa mætt allt að sex sinnum í viku í kirkju en var hún í unglingastarfinu í Smárakirkju en þar var hún ítrekað beitt ofbeldi. Unglingatarfsleiðtoginn bauð henni heim til sín þar sem hann braut á henni en þetta gerðist oft yfir heilt ár. Steinunn kærði leiðtogann og vann málið.
Sigríður Lund Hermannsdóttir segir frá reynslu sinni í sértrúarsöfnuðum Frelsinu. Foreldrar Sigríðar voru ung þegar þau eignuðust hana og faðir hennar í rokkhljómsveit sem fylgdi mikið djamm. Þau gengu svo í sértrúarsöfnuð og breytti það lífi Sigríðar. Frelsið var stofnað árið 1995 og leiðtogarnir voru hjónin Linda Björk Magnúsdóttir og Hilmir Kristinsson. Sigríður lýsir atburðum sem áttu sér stað meðan hún var í söfnuðinum en áttu meðlimir að borga einn tíunda af launum sínum til safnaðarins.
„Það voru samkomur oft í viku og endalaus vinna,” segir Sigríður. „Oft vorum við sótt heim til að vinna ef við vorum veik. Það var skráð í kladda hverjir komu hvenær. Og með tíundina, það var skráð hverjir borguðu. Ef þú borgaðir ekki, var hringt í þig.“
„Ég man alltaf setninguna sem var hömruð í okkur: Serve your leaders as on to God. Þjónaðu leiðtogunum eins og þeir séu Guð. Og þú settir bara samasemmerki þarna á milli.“
Sigríður hefur nú sagt skilið við trúarofstæki og er þakklát fyrir þann stað sem hún er á í dag. Viðtalið má lesa í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -