Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sendiherra Íslands í París: „Sorglegt að sjá Notre Dame brenna”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frakklandsforseti hefur heitið að kirkjan verði endurreist í allri sinni dýrð. Auðkýfingar leggja milljónir evra í verkið.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands hefur heitið því að Notre Dame kirkjan í París verði endurreist. Hefur Macron kallað eftir aðstoð hæfleikaríkasta fólks við endurreisn kirkjunnar. Söfnunarátak á að hefjast í dag og hafa tveir franskir auðkýfingar þegar gefið yfirlýsingu um að þeir ætli að leggja til fé endureisnar kirkjunni. Það eru þeir Bernard Arnault, sem ætlar að setja 200 milljónir evrur í verkið og Francois-Henri Pinault, famkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur m.a. Gucci og Yves Saint Laurent, sem ætlar að setja 100 milljónir í það. Þá hafa miklir fjármunir þegar safnast en þeir hafa borist víðs vegar að úr heiminum.

„Þetta er hryllingur”
Í gærkvöld þegar bruninn kom upp í Notre Dame ræddi Mannlíf við Íslendinga sem eru búsettir í París en þeir voru harmi slegnir vegna eldsvoðans. Kristín Jónsdóttir, sem hefur verið búsett í París í þrjátíu ár og er þar með skipulagðar ferðir um borgina m.a. fyrir Íslendinga, var í áfalli. „Þetta er hryllingur,” sagði Kristín um brunann en Notre Dame hefur verið einn af vinsælli viðkomustöðunum í ferðunum sem hún hefur boðið upp á.

Vera Pálsdóttir ljósmyndari sem er sömuleiðis búsett í París sagði í samtal við Mannlíf að fólk væri harmi slegið. „Kirkjan í Saint German brann fyrir ekki löngu. Nú brennur saga Frakklands. Fólk grætur.”

Heimsbyggðin harmi slegin
Síðustu eldarnir í Notre Dame kirkjunni voru slökktir í  morgun, en slökkvilið Parísar hafði staðið í ströngu við að slökkva þá. Tókst slökkviliðinu að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar og ýmsum merkum munum úr kirkjunni. Þak Notre Dame hrundi aftur á móti og ekki liggur enn fyrir hvað skemmdirnar eru miklar. Þá eru upptök eldsins óljós á þessari stundu en talið er að þau megi rekja til endurbóta á kirkjunni.

Fjöldi Íslendinga hefur lýst yfir sorg á samfélagsmiðlum vegna brunans, þar á meðal Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París, sem sagði í gær á twitter að sorglegt væri að sjá Notre Dame brenna, og sömuleiðis fólk um allan heim. Í morgun sagði m.a. Frans Páfi að hugur sinn væri hjá Frökkum vegna brunans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -