Eins og Mannlíf sagði frá um helgina fór betur en á horfðist þegar hjólhýsi brann til kaldra kola í Húsafelli en í því gisti fjölskylda og var hún stödd í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en gerst það í kringum þrjú um nóttina.
„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Hleyp út að kanna hvað sé í gangi, þá er kviknað í hjólhýsi,“ sagði sjónarvottur í samtali við Mannlíf en samkvæmt honum mátti litlu muna að fjölskyldan í hjólhýsinu hafi brunnið inni. „Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin út úr brennandi húsinu sem varð alelda á þremur mínútum. Það var þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sínum húsum og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“
Mannlíf hefur fengið sent myndband af eldsvoðanum og ljóst er talsvert verr hefði getað farið fyrir fjölskyldunni en hjólhýsi hennar og pallbíll gjöreyðilögðust í eldinum.
Samkvæmt heimildinum Mannlífs slasaðist einn lítillega en ekki liggur fyrir um eldsupptök.