Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Séra Skírnir krefst réttlætis: Agnes biskup dregin fyrir dóm á fimmtudag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir biskup verður dregin fyrir dóm á næstunni vegna meintra brota gegn  Skírni Garðarssyni sem hrakinn var úr starfi i tvígang. Skírnir telur brottreksturinn vera ólögmætan. Hann fer fram á háar bætur frá kirkjunni, annars vegar miskabætur vegna æruskaða og meingerðar á persónu hans upp á 4.5 milljónir króna og hins vegar skaðabætur vegna þess tjóns sem presturinn telur sig hafa orðið fyrir upp á 5.3 milljónir króna.

Málið á sér ýmsar hliðar. Meðal annars var brotist inn í tölvupóst Skírnis af fulltrúa Þjóðkirkjunnar þegar hann starfaði sem sóknarprestur í Lágafellskirkju. Hann var sakaður um að hafa brugðist trúnaði við sóknarbarn sem bað um aðstoð. Þar var um að ræða einstakling sem seinna varð þekktur sem bakvörður á Bolungarvík. Skírnir var síðan hrakinn úr starfi sínu þar og gerður að héraðspresti á Suðurlandi. Hann hefur meðal annars sakað biskup um einelti.

„Ég undrast að biskup skuli ekki víkja úr starfi“

Bakvörðurinn kom aftur við sögu í máli Skírnis nokkru síðar. Þá sá presturinn sjónvarpsfrétt um að konan hefði hugsanlega farið til Bolungarvíkur sem bakvörður á fölskum forsendum. Séra Skírnir sagði frá þessu í viðtali við vefmiðilinn Vísi og var rekinn öðru sinni úr starfi sem prestur.

Agnes biskup hefur ekki ljáð á því máls að semja um bætur eða rétta hlut prestsins með nokkrum hætti. Séra Skírnir sagðist í samtali við Mannlíf ekki vilja tjá sig um efnisatriði málsins.

„Ég get þó sagt að ég undrast að biskup skuli ekki víkja úr starfi á meðan þessi málarekstur stendur. Það hefði verið heiðarlegast,“ sagði Skírnir í morgun.

Málaferli hefjast á fimmtudaginn 25 mars. Lögmaður Skírnis er Sigurður Kári Kristjánsson en Gestur Jónsson er til varnar fyrir Agnesi og Þjóðkirkjuna.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -