Mánudagur 22. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sigurbjörn um dóminn: „Á þessum tíma vissi náttúrulega hestaheimurinn meira og minna af þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vissi af brotinu í Danmörku, og ég bar það fyrir landsliðsnefnd og fékk lögfræðing til að kanna málið og niðurstaðan var sú að hann hefði verið búinn að taka út hegningu og þetta brot væri ekki þess eðlis að það ætti að stoppa það að hann yrði valinn í landsliðið. Eftir því var sem sagt farið á þessum tímapunkti,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í viðtali við Mannlíf í vikunni.

Þá sagði hann að Jóhann hefði í raun verið svolítið sjálfkjörinn í liðið enda var hann samfleytt í landsliðinu í langan tíma. Hann hafi verið knapi á því „leveli“.

Aðspurður segir Sigurbjörn að fyrir löngu hafi margir vitað af dómnum frá árinu 1994.

Blaðamaður: „Hitt brotið, það var eitthvað sem þið vissuð ekkert af, væntanlega?“

„Það er náttúrulega rangt að segja að maður hafi ekki vitað af því,“ sagði Sigurbjörn og bætti við:
„Maður man eftir, fyrir löngu síðan, að hafa heyrt þetta, að þessi hlutur hefði gerst fyrir norðan, og hann hafi verið dæmdur, einhvern  veginn var þetta fyrnt í huga manns. Þetta kom hvergi upp á borð og það er ekki sakavottorð eða neitt sem krafist er og einhvern veginn var þetta bara ekki til í huganum, að maður myndi eftir þessu.“

Þá segir Sigurbjörn að nægileg refsing hafi ekki legið við svo ógeðfelldum brotum.
„Á þeim tíma var refsilögjafinn ekki merkilegur miðað við eðli brota, á þessum tíma.“

- Auglýsing -

Þegar Mannlíf fjallaði um mál Jóhanns segir hann það hafa rifjast upp.
„Þá kviknar það að maður man eftir þessari umræðu aftur í tímann, þá kviknar það upp í höfði manns, sko.
Á þessum tíma vissi náttúrulega hestaheimurinn meira og minna af þessu, sumir eru náttúrulega ekkert að spá í svona hluti, en allavega í keppnisskeiðum þá var vitað að þetta hefði gerst þarna fyrir langa löngu síðan og svo bara er þetta horfið í móðuna miklu sko,“ segir Sigurbjörn.

Þá segir hann að málið frá 1994 hafi ekki verið uppi á borðinu eða verið rætt. Formaður samtakanna sé ungur og tiltölulega nýkominn inn. Því efist hann um að hann hafi vitað af brotinu.

„Sko, maður sér þetta og maður les þetta, þá líður manni skelfilega illa, þetta eru ekki góðar fréttir sem að maður les. En svo kemur aftur hitt upp á borðið, auðvitað þarf þetta að koma upp á borðið. Íþróttamaður sem er fyrirmynd sko, þetta er ekki gott, ekki undir nokkrum formerkjum. Hvernig sem á það er litið, maður fékk bara hnút í magann,“ segir Sigurbjörn og bætir við að hann sé þakklátur fyrir að málið hafi komið upp.
Þá ýti þetta við þeim og öðrum eins félögum, eins og KSÍ, og leiði á rétta braut.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -