Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sigurður Ingi um sjávarútveginn: „Um hann ríkir ekki friður og hefur ekki gert um langa tíð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, gerði heilbrigðiskerfið, sjávarútveginn sem og sjálfbærni Íslendinga í orkumálum að umræðuefni á haustþingi Framsóknarflokksins, sem haldið er á Ísafirði.

Sigurður Ingi sagði enga sátt ríkja um sjávarútvegsmálin hér á landi:

„Um hann ríkir ekki friður og hefur ekki gert um langa tíð. Nú stendur yfir vinna þar sem reynt er að skapa sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.

Í hverju felst ágreiningurinn?

Sumir segja að sjávarútvegurinn greiði allt of lítið til samfélagsins og er þá helst litið til veiðigjalda. Aðrir telja að greinin greiði helst til mikið. Sjávarútvegurinn er settur saman af mjög ólíkum fyrirtækjum sem sum berjast í bökkum á meðan önnur græða stórkostlega á aðganginum að auðlindinni okkar og þeim möguleikum sem vinnslan, nýtingin og markaðsaðstæður bjóða upp á.

Ég hef áður fjallað um nauðsyn þess að gera breytingar á kerfinu í sjávarútvegi. Ég hef talað fyrir því að það verði staðfest í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum sé eins og aðrar auðlindir landsins í eigu þjóðarinnar. Ég hef lagt áherslu á það verði að nást sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja renni til þjóðarinnar.“

- Auglýsing -

Hann bætti þessu við:

„Það má nefnilega ekki verða þannig að auknar álögur á sjávarútveginn verði til þess að þeir sem minna bolmagn hafa verði undir og samþjöppunin verði enn meiri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -