Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Símaþjófur settur í steininn – Tveir vinir fóru í „ganni slag“ og annar þeirra endaði á slysó

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var nóg að gera á höfuðborgarsvæðinu í nótt hjá lögreglu – og 6 gista fangageymslur lögreglu.

Tilkynnt um að aðili hefði brotist inn í íbúð í hverfi 101. Aðilinn flúði vettvang og leitaði lögregla af honum en hann fannst ekki. Málið í rannsókn hjá lögreglu.

Þá var tilkynnt um mann sem neitaði að yfirgefa slysadeild. Lögregla kom á vettvang og var manninum vísað út og fór hann sína leið.

Tilkynnt var um mikinn hávaða í heimahúsi í hverfi 108; Þar var aðili að halda upp á afmælið sitt og lofaði hann að lækka í tónlistinni.

Einnig var tilkynnt um að aðili hafi læst sig inn á baði á veitingahúsi í miðbænum. Lögregla kom á vettvang og var honum vísað út. Aðili kærður fyrir vörslu á fíkniefnum. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.

Tilkynnt var um óvelkominn aðila á hóteli í hverfi 108; aðilinn hafði læst sig inni á klósetti og var honum vísað út af lögreglu.

- Auglýsing -

Tilkynning barst um að aðili hafi dottið niður stiga á skemmtistað í miðbænum. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og voru meiðsli sem betur fer minni háttar; var aðilinn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Tilkynnt var um aðila vera að stela símum á skemmtistað í miðbænum. Lögregla kom á vettvang og var einn aðili handtekinn grunaður um þjófnað. Gistir hann nú fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar máls.

Tilkynnt um slasaðan aðila í miðbænum. Þar höfðu vinir verið í „ganni slag“ og annar þeirra hrasað fram fyrir sig. Aðilinn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

- Auglýsing -

Tilkynnt var um aðila í átökum við dyraverði á skemmtistað í hverfi 220. Aðilinn lét öllum illum látum við lögreglu og var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Þá barst tilkynning um eld inni á baðherbergi á stoppistöð strætó í hverfi 109. Þarna hafði einhver kveikt í sápuskammtara og voru minniháttar skemmdir. Málið í rannsókn hjá lögreglu.

Tilkynnt var um rúðubrot í hverfi 200. Málið í rannsókn hjá lögreglu.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 109. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um aðila sem var til vandræða á skemmtistað í hverfi 112. Lögregla á kom á vettvang og skakkaði leikinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -