Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sjáðu Magnús Kjartan, nýjan stjórnanda brekkusöngsins í Eyjum 2021 hita upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

IBV hefur loksins fundið nýja stjórnanda brekkusöngsins fyrir þjóðhátíð í Eyjum 2021. Það er annar Selfyssingur líkt og forveri hans Ingó Veðurguð. Sá heppni heitir Magnús Kjartan Eyjólfsson og er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Stuðlabandið sem er upprunnið á Selfossi.

 

Magnús Kjartan er nýji stjórnandi brekkusöngsins í Eyjum

 

Hæfileikar Magnúsar Kjartans eru ótvíræðir á þessu sviði og mun hann eflaust fara létt með að halda uppi stuði og fjöri í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Hann er alls ekki ókunnur hátíðinni en hann hefur komið fram á henni síðustu fimm ár. Magnús er mjög vinsæll trúbador og hefur verið það í ára fjöld.

Hér má sjá og heyra Magnús Kjartan hita upp fyrir þjóðhátíð í síðdegisþættinum á K100

IBV þurfti að finna staðgengil Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingós Veðurguðs eins og hann kallar sig eftir að fjöldin allur af frásögnum umkynferðisofbeldi fóru að berast á hendur honum. Undirskriftalista var skilað til þjóðhátíðahátíðanefndar IBV þess efnis að Ingólfur myndi ekki stýra brekkusöng vegna meintra ásakana. Áður hafði nefndin falið Ingólfi fleiri hlutverk en einungis stjórn brekkusöngs á þjóðhátíðinni.

- Auglýsing -

Sögur um Ingó safnast upp á Reddit – Veðurguðinn bar fyrir sig minnisleysi hjá Sölva

Þetta er fólkið sem henti Ingó af Þjóðhátíð – Nafnlausar ásakanir kostuðu Veðurguðinn „giggið“

Ingó Veðurguð stýrði áður brekkusöngnum í Eyjum

Andrea: „Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt”

- Auglýsing -

 

Mannlíf óskar Magnúsi Kjartani góðs gengis og þjóðhátíðargestum góðrar skemmtunar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -