Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sjálfstæðimaðurinn Guðfinnur segir samstöðuna rofna: „Mun hafa skelfileg áhrif“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt einhvers konar einræðu í þættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun, um stöðu Covid á Íslandi. Var hann ásamt Margeiri Vilhjálmssyni, framkvæmdarstjóra, fenginn til að fara yfir fréttir vikunnar.

Guðfinnur vildi meina að samstaðan gegn Covid vánni sé rofin og ekki sé lengur fótur fyrir þeim takmörkunum sem notast hefur verið við hingað til og kemur jafnvel til með að aukast næstu misserin ef hugmyndir Þórólfs Guðnasonar, sóttavarnarlæknis ná fram að ganga. Sagðist hann byggja þessa skoðun á því að hafa séð þetta úti í samfélaginu undanfarið, þjóðin sé hreinlega klofin.

Vildi Guðfinnur meina að ef setja eigi hömlur á komu ferðamanna, setja á kvóta á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið og 200 manna samgöngutakmarkanir næstu tvö árin, hið minnsta, muni það „breyta öllu okkar þjóðlífi og hafa skelfileg áhrif á menningar og listalíf  og rekstur fyrirtækja vítt og breytt.“ Þá biður áheyrendur að ímynda sér það að Þjóðhátíðin í Eyjum, Jólatónleikar Björgvins, Gay Pride, Menningarnótt og fleiri stórviðburðir, verði ekki á dagskrá fyrr en 2025.

Guðfinnur hélt áfram og talaði um að um eða yfir 90% Íslendinga væru bólusettir gegn veirunni og þegar Heimir Karlsson, annar tveggja þáttastjórnenda benti honum á að verið væri að verja heilbrigðiskerfið og að stjórnarandstaðan vildi setja meiri pening í það kerfi svo hægt verði að aflétta takmörkunum, vildi Guðfinnur meina að þetta væru ekki rök í málinu. Nú væru komnir 18 mánuðir frá því að þetta „verkefni“ hófst og að Þórólfur Guðnason, sem að mörgu leiti hafi staðið sig vel, væri búinn að vera með mikil völd í málinu og að farið hafi verið eftir hans ráðleggingum frá upphafi.

Landsspítalinn væri búinn að hafa 18 mánuði til þess að venjast þessu verkefni og læknar hafi tiltölulega fljótt lært að meðhöndla alvarlegustu tilfellin og ennfremur væri komin framúrskarandi bóluefni gegn veirunni. Nú væri bara kominn tími á að spítalinn taki á þessu máli. Guðfinnur bendir svo á viðtal sem Morgunblaðið tók nýlega við Björn Zoega, forstjóri Karólínska há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi um málið en hann var áður forstjóri Landsspítalans. Skoðun Björns er sú að nýta megi peningin betur hjá Landsspítalanum. Að lokum benti Guðfinnur á fjármögnunarleið sem væri til, sem hægt væri að nota til að stjórna spítalanum betur, sú leið heitir DRG fjármögnunarleiðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -