Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Skattaskýrslur Trump birtar – Greiddi engan tekjuskatt árið 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt opinberlega skattframtöl Donalds Trumps, fyrrverandi forseta; nær birtingin til sex ára tímabils, frá 2015 til 2020.

Á meðal þess sem þar kemur fram er að tekjur og skattbyrði forsetans sveiflaðist gífurlega á tímabilinu.

Hjónin Melania og Donald Trump bókfærðu mikið tap á tímabilinu; greiddu litla sem enga skatta.

Á síðasta heila ári Trumps í Hvíta húsinu, 2020 – greiddi hann engan tekjuskatt.

Er Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna í marga áratugi til að neita að birta skattframtöl sín opinberlega.

Þrátt fyrir að hafa ítrekað sagst ætla að birta gögnin, þá barðist hann á hraustlega gegn birtingunni.

- Auglýsing -

Svo fór að lokum að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að þingnefnd hefði fulla heimild til að birta skattagögnin opinberlega.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -